TheBigCityBlog

TheBigCityBlog

The Big City Life! - ingamariah.blog.is

Hér er linkurinn að gamla blogginu

I Don’t Wanna Rush It - frá tónleikunum síðastliðinn sunnudag!

Við stefnum á að taka þetta lag upp í vetur og hver veit nema það sé í kortunum að gefa eitthvað út!

Nýtt skólaár, ný blogg, nýtt upphaf!

Ég ákvað að færa bloggið mitt hingað yfir því ég var orðin eitthvað þreytt á því gamla!

https://www.youtube.com/watch?v=A7guMA3crcQ
Lag: Stay High - Tove Lo, Habits

Það er alveg hrikalega gott að vera komin “heim” :) einhvernveginn finnst manni eins og maður hafi bara aldrei farið

Ég lenti í Boston rétt fyrir 7 pm, fimmtudaginn 4. sept en var ekki komin upp í íbúð fyrr en um 9 leytið vegna mikilla tafa á flugvellinum. Það var mexikanskt par á undan mér í immigration tékkinu og það var greinilega ekki allt með felldu þar því afgreiðsla þeirra mála tók um 40 mínútur. En ég ætla nú ekkert að fara nánar í það. 

Það var heitt þegar ég lenti. 28°C klukkan 7 að kvöldi, díos míos, það var heitt. Þegar ég var búin að koma töskunum mínum fyrir, fór ég beinustu leið til Back Bay (þar sem skólinn er) til að hitta nokkra vini. Við sátum fram eftir kvöldi og spjölluðum um allt sem hægt var, hvernig sumrin okkar höfðu verið og hvað við vorum glöð að vera komin aftur! Ég fór svo beint í að pumpa upp vindsængina góðu þegar heim var komið því ég átti jú engin húsgögn!

image

Það tók stutta stund og innan skamms var ég lögst á hana í von um að sofna hratt. Það gerðist ekki. Það var svo ægilega heitt að ég skipti yfir í íþr.topp og stutbuxur, opnaði alla glugga og kveikti á loft viftunni. Eftir mikla baráttu við að útiloka allan hávaðann sem barst inn um opna gluggana tókst mér loks að sofna en viti menn, innan skamms var ég svo glaðvöknuð aftur því þá var orðið alveg ísísískallt í herberginu! Ég stökk upp, lokaði gluggunum, fór í náttbuxur, 2 peysur og náði í aðrar tvær til að breiða yfir mig því ég gat ekki sótt sængina mína og fleira dót þarna strax. Nóttin var löng og ég gafst upp á svefntilraunum kl 8 morguninn eftir. 

Tölvan bjargaði mér en það var erfitt að gera mikið annað því ég var ekki búin að borða morgunmat. Þannig var það nefnilega að það eru eins og er ekki til lyklar handa mér og engin stelpnanna var vöknuð svo ég varð bara að bíða með að fara og kaupa morgunmat. Um hádegi skelltum við okkur svo í lestina þar sem að það var Welcome Back BBQ.
image


Það var æðislegt að hitta fólk sem maður hafði ekki séð svo lengi og maturinn var góður.Við Tash fórum svo og fjárfestum í mjög-svo-nauðsynlegum viftum að því loknu og héldum loks heim. Um kvöldið komu krakkarnir til okkar, við fórum og fengum okkur ofboðslega góðar burrito vefjur og við kíktum í partý sem reyndist frekar glatað, það var farið snemma að sofa það kvöldið :)
image

Á laugardaginn vaknaði ég aftur um 8, bæði enn á íslenskum tíma og þar að auki verður alveg hrikalega bjart í herberginu hjá mér á morgnanna. Ég hafði lítið annað að gera en að fara í húsgagnaleit. Ég eyddi um 2 klst á Ikea heimasíðunni að skoða og panta sem endaði svo í því að við Tash leigðum okkur lítin 10 feta trukk og keyrðum suður í Ikea!
image

Það var soldið skrítið og smá spúkí að keyra heilann trukk í traffíkinni í Boston en það gekk bara furðu vel! En ekki hvað ;) Ikea var alveg jafn ógeðslega skemmtileg og áður og við versluðum alveg af okkur rassanna. Plön kvöldsins hljóðuðu upp á tvö partý en ég var einfaldlega allt of spennt að setja upp nýju hlutina í herberginu svo ég varð bara eftir heima. Sé sko ekki eftir því, það er svo gott að vera búin að koma sér almennilega fyrir! 
image

(Það vantar enn húsgögn svo ekki láta ykkur bregða þótt það sé smáá auka gólfpláss;)


Enn á ný vaknaði ég svo kl 8, í morgun þ.e.a.s, en að þessu sinni tókst mér að sofna aftur, og það í 3 tíma! Ég veeerð að fara að finna mér almennilegri gardínur… Haha. 

Annars er það að frétta að hverfið okkar er SNILLD. Hér er nákvæmlega allt til alls. Við erum að tala um það að á sama ferkílómeternum erum við með McDonalds, Burger King, KFC, Dominos og Subway. GERI AÐRIR BETUR.
image


Það er karókíbar hinumegin við götuna, 7 mínutna labb í lest/strætó, korter í næsta stórmarkað og endalaust af veitingastöðum, take-out möguleikum, ísbúðum og alls konar svoleiðis skemmtilegu. Það truflar mig ekkert að vera langt frá skólanum (lestin tekur 15-20 min), það verður bara ótrúlega gott að fá smá get away frá öllu Berklee madnessinu :) 

Íbúðin er betri, stærri og skemmtilegri en mig minnti og hverfið kemur mér mjög skemmtilega á óvart.
image

Eldhúsið er æðislegt!


Ég er algjörlega ástfangin af herberginu mínu og ég hlakka mikið til að fá restina af húsgögnunum mínum (það sem var ekki til á lager hjá Ikea). 
image

Ég er svo þakklát, svo hamingjusöm, svo innilega spennt fyrir komandi ári. 

Takk fyrir að fylgjast með mér ♥ þið eruð yndisleg.

image

-Inga